ÁTVR vill opna nýja vínbúð

Úr verslun ÁTVR
Úr verslun ÁTVR mbl.is/Árni Sæberg

ÁTVR hefur hug á að opna nýja vínbúð í Reykjavík. Fyrirtækið auglýsti í vikunni í Morgunblaðinu eftir húsnæði annað hvort í hverfi 105 og 108. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að íbúafjölgun kalli á opnun nýrrar búðar.p>"Það er þörf fyrir fleiri búðir vegna aukins fólksfjölda. Við erum ekki með vínbúðir á þessum svæðum. Þarna búa margir og þarna eru mjög fjölmenn vinnusvæði. Við viljum því koma á móts við viðskiptavini í þessum hverfum. Við höfum ekki opnað búð í Reykjavík í mörg ár."

Sigrún sagði að þetta væri búið að vera á döfinni hjá ÁTVR í talsverðan tíma. Fyrirtækinu hefði gengið illa að fá húsnæði í þessum hverfum og þess vegna hafi verið ákveðið að auglýsa eftir húsnæði.

ÁTVR rekur í dag tólf vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu, þar af eru sex í Reykjavík. Samtals rekur ÁTVR 46 útsölustaði á landinu öllu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert