Gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa verið rúmt ár á flótta

Páll E. Winkel, yfirmaður stjórnsýslusviðs ríkislögreglustjóra, hefur staðfest í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur náð Davíð Garðarssyni sem verið hefur á flótta sl. rúmt ár, en Davíð gaf sig fram við greiningardeildina. Hæstiréttur dæmdi hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og fíkniefnabrot í desember 2005 en flúði land og hefur verið á flótta síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert