Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags

Alcan á Íslandi gæti stækkað álver sitt í Straumsvík úr 180 þúsund tonna framleiðslugetu upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að möguleiki sé að rífa tvo elstu kerskálana, þar sem nú eru framleidd samtals 110 þúsund tonn, og byggja nýja þar sem samtals mætti framleiða 280.000 tonn á ári.

Deiliskipulagstillagan, sem felld var í íbúakosningu í Hafnarfirði um helgina, snérist um að byggðir yrðu tveir nýir kerskálar við hlið hinna þriggja sem fyrir eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert