Hlutur ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar seldur

Jarðböðin í Mývatnssveit.
Jarðböðin í Mývatnssveit. mbl.is/Birkir

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, hefur falið einkavæðingarnefnd að annast sölu á 16% hlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mývatn. Nafnvirði hlutarins er 20 milljónir króna.

Ríkiskaup munu hafa umsjón með útboði á hlutnum og er ráðgert að auglýsing, þar sem óskað er tilboða í eignarhlutinn, verði birt fljótlega eftir páska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert