Upplýsingaöflun starfsmanna Alcan enn til athugunar hjá Persónuvernd

Álver Alcan í Straumsvík.
Álver Alcan í Straumsvík. mbl.is/Sverrir

Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir upplýsingasöfnun og skráningu starfsmanna Alcan á afstöðu Hafnfirðinga til stækkunar álversins, enn vera til athugunar hjá stofnuninni. Sigrún segir tvö fyrirtæki hafa látið hugbúnað í té til upplýsingaskráningar og þegar Persónuvernd heimsótti Alcan hafi ekki sést nægilega vel ákveðnar bakskrár, sem þessir aðilar séu nú með. Frétta verði ekki að vænta af rannsókninni fyrr en eftir páska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert