Bókhald stjórnmálaflokka á að vera öllum opið að mati VG

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. mbl.is

Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill koma á framfæri þeirri afstöðu sinni að bókhald stjórnmálaflokka eigi að vera öllum opið, í tilefni af fréttaumfjöllun um stuðning fyrirtækja við stjórnmálalflokka. Öll framlög yfir 500 þúsund krónum til flokksins hafi til þessa verið tilgreind sérstaklega í ársreikningum flokksins og greint frá gefanda.

Endurskoðaða ársreikninga flokksins megi nálgast á vef flokksins. Í tilkynningu frá VG segir að flestir stjórnmálaflokkar leiti til almennings og fyrirtækja um stuðning í kosningabaráttunni. ,,Við undangengnar kosningar hefur VG haft þann háttinn á að 100 stærstu fyrirtækjum landsins er sent bréf og kynntar reglur flokksins um samskipti við fyrirtæki. Þar kemur fram að hámarks leyfilegur stuðningur frá lögaðilum er 300 þúsund krónur og öll framlög upplýsingaskyld,“ segir í tilkynningu frá VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert