Fór til Íslands og fékk endurgreitt

Íslandsfarinn sænski vildi ekki gista á byggingalóð og fékk endurgreitt.
Íslandsfarinn sænski vildi ekki gista á byggingalóð og fékk endurgreitt. mbl.is/ÞÖK

Óánægður Íslandsfari fékk greiddar bætur frá sænsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel AB í Gautaborg. Farþeginn fór í frí til Íslands í fyrra sumar og var hann óánægður með að eitt hótelið sem ferðahópur hans var bókaður á var í raun hægt að kalla byggingalóð þar sem mikið gekk á langt fram á kvöld.

Farþeginn sem býr í Skellefteå kvartaði og fékk sem samsvarar 29 þúsund íslenskra króna en það þótti honum ekki nóg og í Norra Västerbotten Tidningen kemur fram að hann kærði málið til neytendastofu sem dæmdi honum 19 þúsund krónur til viðbótar sem Hekla Travel mun þurfa að greiða.

Ekki fylgdi sögunni hvaða hótel þetta var eða hvar á landinu það er að finna né heldur hvort samferðamennirnir fengu einnig bætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert