Ungabörn fara í skóla

eftir Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Krikaskóli í Mosfellsbæ verður fyrir daggæslu-, leikskóla- og grunnskólabörn og er það nýmæli hérlendis. Önnur nýjung felst í því að auglýsa eftir blönduðu teymi fagfólks til að leggja fram tillögur um hugmyndafræði skólans og hönnun byggingar í samræmi við hana innan ramma skólastefnu Mosfellsbæjar.

Björn Þráinn Þórðarson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, segir að óskað sé eftir því að utanaðkomandi aðilar komi með hugmyndir um hvernig skóla þeir vilji reka og í beinu framhaldi hanni og komi með tillögur að skólabyggingu. Í hverjum hópi eigi meðal annars að vera sérfræðingar í skólamálum, arkitektar og verkfræðiráðgjafar. Björn segir að bærinn aðstoði fólk við að setja saman hópa og síðan verði dómnefnd falið að vinna með þeim teymum sem leggi fram frambærilegustu tillögurnar. "Það er alveg nýtt að skólafólki sé gefinn kostur á þessu," segir hann. Björn segir að hugmyndafræðin sé í samræmi við skólastefnu Mosfellsbæjar. Þjónusta við foreldra ungra grunnskólabarna sé aukin og leikur, kennsla, frístundastarf og skóladagvist barna sé samþætt. Með því að gefa leiknum meira svigrúm megi varðveita æskuna betur.

Nýtt skólastig

Í Mosfellsbæ eru tveir grunnskólar og fjórir leikskólar en í Krikaskóla verða í raun níu árgangar samanborið við 10 árganga í hefðbundnum grunnskóla.

Björn segir að hugmyndir um starfið og uppbygginguna séu í anda þess sem hafi verið að gerjast í skólakerfinu þar sem skil milli leik- og grunnskóla hafi breyst á ýmsa vegu. Til dæmis hafi verið deildir fyrir fimm ára börn í grunnskólum Mosfellsbæjar og sami aldurshópur sé líka á leikskólunum.

Í hnotskurn
» Krikaskólinn verður fyrir um 200 börn og á skólastarf að hefjast í haust.
» Skólinn verður fyrir eins til tveggja ára daggæslubörn, tveggja til fimm ára leikskólabörn og börn í 1. til 4. bekk.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert