ASÍ segir veitingahús ekki hafa lækkað verð í samræmi við skattalækkun

Alþýðusamband Íslands segir ljóst, að veitingamenn eigi flestir enn eftir að skila neytendum þeirri verðlækkun sem þeim beri eftir að virðisaukaskattur á matvælum og veitingaþjónustu var lækkaður 1. mars. Áætlað hafi verið, að sú breyting hefði tæplega 9% áhrif til lækkunar á veitingalið vísitölu neysluverðs.

Fram kemur á heimasíðu ASÍ, að við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs í mars hafði verð á veitingahúsum einungis lækkað um 3,2% frá því í febrúar þrátt fyrir skattalækkunina. Vonir hafi staðið til þess, að veitingahús myndu lækka hjá sér verð og skila lækkun á virðisaukaskattinum til neytenda en sú sé hins vegar ekki raunin, því veitingarliður vísitölunnar, sem birtur var í dag, sé nánast óbreyttur frá því í marsmánauði. Því sé ljóst að veitingamenn eigi flestir enn eftir að skila neytendum þeirri lækkun sem þeim beri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert