Leyfi gefin út fyrir vísindaveiðar

Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát.
Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát. AP

Alþjóðahvalveiðiráðið segir, að íslensk stjórnvöld hafi í gær gefið út fjögur veiðileyfi til vísindaveiða á hvölum á þessu ári. Gert er ráð fyrir að vísindaveiðin í ár fari ekki yfir 39 hrefnur en samkvæmt fjögurra ára áætlun, sem kynnt var árið 2003, átti að veiða 200 hrefnur. Búið er að veiða 161 hrefnu síðan.

Í tilkynningu hvalveiðiráðsins segir, að íslensk stjórnvöld taki fram, að veiðarnar séu háðar ströngum skilyrðum og þær tengist vísindaáætlun, sem þegar hafi verið fjallað um í vísindanefnd hvalveiðiráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka