Upptökur dugðu ekki til sakfellingar

Upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi dugðu ekki til að sakfella 37 ára gamlan karlmann sem grunaður var um að hafa stolið tveimur fartölvum úr verslunum BT, samtals að verðmæti 360.000 krónur.

Í báðum tilvikum náðust myndir af afbrotunum á eftirlitsmyndavélakerfi búðanna og þótt dómnum þætti líklegt og jafnvel mjög sennilegt að ákærði hefði verið þar á ferðinni tækju upptökurnar ekki af öll tvímæli um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert