Þúsundþjalasmiður

Matreiðslumaðurinn Eiríkur Finnsson sér um mötuneytið fyrir um það bil 640 nemendur og starfsfólk í Breiðholtsskóla í Reykjavík. Eiríkur hefur alla tíð verið uppátækjasamur dellukall og það er ekki til það farartæki eða tómstundagaman sem hann hefur ekki prófað. Fyrir um það bil tveimur árum þróaði hann tölvukerfi fyrir mötuneyti skólans sem hafði áður úthlutað nemendum plöstuð handunnin spjöld sem voru síðan götuð fyrir hverja máltíð.

Nýja tölvukerfið reynist vel. Börnin slá inn fjögurra stafa leyninúmer þegar röðin kemur að þeim og starfsfólkið fær þá samstundis aðgang að öllum upplýsingum um nemandann á tölvuskjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert