Yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram HR muni verða eitt af fyrstu fyrirtækjum og stofnunum landsins til að sækja um vottun jafnra launa á vegum félagsmálaráðuneytisins.

Yfirlýsingin fer í heild hér á eftir:

"Mishermt er í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um kynbundinn launamun í Morgunblaðinu í gær að Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hafi lýst yfir stuðningi við þær aðferðir sem lýst er í stefnuskrá Samfylkingarinnar um afnám launaleyndar.

Hið rétta er að Háskólinn í Reykjavík mun verða eitt af fyrstu fyrirtækjum og stofnunum landsins til að sækja um vottun jafnra launa á vegum félagsmálaráðuneytisins eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga.

Háskólinn í Reykjavík vill vera í fararbroddi í jafnréttismálum og hefur HR valið þessa leið sem heppilegasta til að tryggja jafnrétti starfsmanna sinna."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert