Kosta meiru til varna

Norskur orrustuflugmaður.
Norskur orrustuflugmaður.
Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is
Kostnaður Íslands af eigin vörnum mun aukast verulega vegna samninga við Noreg og Danmörku um aukið samstarf í varnar- og öryggismálum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í báðum samkomulögum kveðið á um að Ísland beri kostnað sem til fellur vegna t.d. heimsókna norskra og danskra skipa og flugvéla hingað til lands vegna æfinga eða eftirlitsferða.

Þetta þýðir að ríkissjóður mun greiða húsnæði og kost fyrir erlendan liðsafla, auk kostnaðar vegna nauðsynlegrar aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hugsanlega víðar. Erlenda herliðið greiðir hins vegar kostnað af eigin starfsemi og ekki er gert ráð fyrir að Ísland greiði Noregi eða Danmörku neina peninga.

Þegar efnt hefur verið til heræfinga hér á landi á undanförnum áratugum hafa Bandaríkin verið í hlutverki svokallaðs viðtökuríkis og komið í hlut bandarískra skattgreiðenda að standa straum af þessum kostnaði. Nú hefur Ísland tekið við hlutverki viðtökuríkisins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýr kostnaður falli til hjá íslenzkum öryggisstofnunum, á borð við Landhelgisgæzlu, lögreglu og greiningardeild utanríkisráðuneytisins, vegna aukins samstarfs við Dani og Norðmenn.

Skyldur og metnaður

Viðmælendur Morgunblaðsins eru ekki fáanlegir til að nefna tölur um aukinn kostnað vegna samstarfsins, enda liggur ekki fyrir hversu oft norskar og danskar flugvélar og skip munu koma hingað í heimsókn eða til æfinga. Það er þó ljóst að kostnaðurinn mun hlaupa á tugum milljóna, líklega hundruðum.

"Það er verið að tala um aukinn kostnað, enda er óhætt að segja að fram til þessa höfum við sloppið dálítið vel hvað varðar kostnað af okkar vörnum," segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. "En við höfum að sjálfsögðu bæði skyldur og metnað á þessu sviði þannig að einhverja peninga mun það kosta."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert