Segir Stuðla plásslausa

Gísli Þorsteinsson, lögreglufulltrúi hjá ofbeldisbrotadeild LRH, þar sem mál fimmtán ára gæsluvarðhaldsfanga er nú til rannsóknar, segir það rangt sem komi fram í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, að lögregla eigi að meta það hvort drengurinn verði fluttur á Litla-Hraun eða önnur úrræði verði nýtt, s.s. vistun á lokaðri deild á Stuðlum.

Jafnvel þó svo að það sé ekki í verkahring lögreglunnar að hlutast til um vistunarstað, heldur Fangelsismálastofnunar, hafi lögreglan samt kannað hvort hægt væri að setja drenginn á Stuðla. „En þar var allt fullt,“ bendir Gísli á. „Það er dómara að úrskurða um kröfu lögreglunnar og síðan Fangelsismálastofnunar að ákveða hvar viðkomandi er vistaður. Lögreglan stjórnar því ekki.“

Umræddur unglingur er fæddur 1991. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi í annað sinn á stuttum tíma en hann hefur nokkuð oft komið við sögu lögreglu frá áramótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert