Tilboði Geysir Green Energy tekið

Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi.
Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi. mbl.is/ G. Rúnar

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur tekið tilboði Geysir Green Energy í 15,2% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Tilboðið hljóðaði upp á rúma 7,6 milljarða króna. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysir Green Energi, sagðist ánægður með þessa niðurstöðu og sæi mikla möguleika til framtíðar í hitaveitunni, sem væri mjög vel rekið fyrirtæki.

Ásgeir sagði að Hitaveita Suðurnesja væri mikilvægur hlekkur í þeirri útrásarstarsfemi, sem Geysir Green Energy vinnur nú að í öðrum löndum. Hann sagðist jafnframt vera tilbúinn til að skoða samstarf við aðra hluthafa Hitaveitu Suðurnesja.

Geysir Green Energy er alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu og er í eigu FL Group, Glitnis og VGK hönnunar. Fyrirtækið stefnir að því að fjárfesta fyrir 70 milljarða króna víða um heim í ýmsum verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert