Atlantsolía sakar gömlu olíufélögin um að gera atlögu að fyrirtækinu

Rauði liturinn sýnir hvar afslættir gilda og svörtu þar sem …
Rauði liturinn sýnir hvar afslættir gilda og svörtu þar sem þeir gilda ekki. mynd/Atlantsolía

Forsvarsmenn Atlantsolíu segja gömlu olíufélögin gera atlögu að fyrirtækinu með því að lækka verð næst bensínstöðvum fyrirtækisins á meðan landsbyggðin er látin greiða hærra verð. Forráðamenn Atlantsolíu hafa falið lögmönnum sínum að skoða réttarstöðu sína vegna þeirrar stöðu sem fyrirtækið hefur búið við undanfarið, að því er segir í tilkynningu.

Þar segir að neytendur á landsbyggðinni greiði um 5-7 kr. hærra verð í sjálfsafgreiðslu en þar sem stöðvar Atlantsolíu eru.

„Þetta er raunin t.d. á stöðum eins og í Vestmannaeyjum, Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík, Seyðisfirði, Borgarnesi, Eskifirði, Hvolsvelli og víðar eins og meðfylgjandi kort leiðir í ljós þar sem rauði liturinn sýnir hvar afslættir gilda og svörtu þar sem þeir gilda ekki. Augljóst er að afslættir ríkja í flestum tilvikum aðeins þar sem samkeppni fyrirtækisins nýtur við, annarsstaðar ekki.

Hátterni gömlu olíufélaganna, sem augljóslega er beint gegn Atlantsolíu, skaðar samkeppni því beitt er hærri álagningu þar sem fyrirtækið hefur ekki stöðvar. Eins og dæmin hafa sýnt leiðir þetta til verri niðurstöðu fyrir neytendur fái samkeppnin ekki að njóta sín.

Forráðamenn Atlantsolíu hafa falið lögmönnum sínum að skoða réttarstöðu sína vegna þeirrar stöðu sem fyrirtækið hefur búið við undanfarið,“ segir í tilkynningu frá Atlantsolíu.

Rauði liturinn sýnir hvar afslættir gilda og svörtu þar sem …
Rauði liturinn sýnir hvar afslættir gilda og svörtu þar sem þeir gilda ekki. mynd/Atlantsolía
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert