Tillaga um að Ríkisendurskoðun skoði útboð vegna Grímseyjarferju felld

Á fundi samgöngunefndar Alþingis um málefni Grímseyjarferju í morgun var felld tillaga frá fulltrúum Samfylkingar um að nefndin feli Ríkisendurskoðun að fara ofan í saumana á útboði vegna nýrrar Grímseyjarferju og málavöxtum öllum.

Samkvæmt upplýsingum frá samfylkingarmönnum í samgöngunefnd komu fulltrúar Vegagerðarinnar og Ríkiskaupa á fundinn og svöruðu nokkrum spurningum nefndarmanna, þar sem m.a. var reynt að komast til botns í þessu máli hvað varðar stöðu verksins, hvenær ferjan verður tilbúin, og hver kostnaðurinn verður þegar upp verður staðið.

Tillagan um að Ríkisendurskoðun kanni málið var felld með 4 atkvæðum gegn 4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert