Segir úthlutun lóðar til Listaháskóla hneyksli

Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi VG, sagði í fréttum Útvarpsins, að aðferðin við að úthluta lóð til Listaháskóla Íslands í Vatnsmýrinni væri hneyksli og um sé að ræða útspil Sjálfstæðisflokks í kosningabaráttunni. Lóðin sé bundin væntanlegu náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og úthlutunin hafi ekki verið borin undir skipulags- og borgarráð.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sagði að úthlutunin væri eðlileg og í fullu samráði við rektor Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert