Gleymdu að láta vita

Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi og í nótt hjá Vaktstöð siglinga vegna báts sem hafði dottið út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni um kl. 23 í gærkvöldi. Báturinn hafði verið á siglingu í Breiðafirði. Eftirgrennslan hófst um hálftíma eftir að ekkert hafði spurst til bátsins. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á Barðaströnd skömmu síðar, og björgunarbátur lagði af stað frá Rifi.

Tæpum fjórum klukkustundum síðar, eða kl. 2:45 í nótt, kom í ljós að ekkert amaði að skipverjum því þeir höfðu skroppið í land á Barðaströnd án þess að láta vita.

Landhelgisgæslan og Vaktstöð siglinga brýnir fyrir mönnum að láta vita þegar þeir eru komnir í land, enda fari viðamikið björgunarferli af stað líkt og reglur gera ráð fyrir sé það ekki gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert