Tvær mismunandi forsíður Fréttablaðsins

Tveimur mismunandi útgáfum af Fréttablaðinu var dreift til landsmanna í morgun. Ein útgáfan var með forsíðu sem á stóð að Stjórnin væri fallin eftir skell Framsóknar og var hún prentuð klukkan hálf eitt í nótt í um 30 þúsund eintökum. Ný og uppfærð forsíða var síðan prentuð klukkan 2.30 og prentuð í um 70 þús. eintökum. Björgvin Guðmundsson fréttastjóri sagði að það hefði alltaf staðið til að prenta uppfærða forsíðu með nýjum tölum.

„Við urðum að gera það sökum þess að stór hluti blaðsins fer snemma í dreifingu. Við breyttum að sjálfsögðu forsíðufréttinni í samræmi við breyttar tölur," sagði Björgvin í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert