Aðmírálsfiðrildin á ferðinni

Aðmírálsfiðrildi.
Aðmírálsfiðrildi.

Aðmírálsfiðrildi sást á Selfossi 9. maí síðastliðinn og hafa fleiri slík sést hér síðan. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort þetta sé til merkis um að fiðrildin hafi náð að tímgast hér en talsvert var um aðmírálsfiðrildi hér í fyrrasumar.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir það útilokað að aðmírálsfiðrildi geti klakist hér á landi. Tegundin sé alltof suðlæg til þess og fjölgi sér ekki einu sinni á Norðurlöndunum.

Erling segir að aðmírálsfiðrildin séu upprunnin í kringum Miðjarðarhaf og séu miklar flökkukindur. Þau flækist í miklum flotum norður á bóginn. Honum þótti það snemmt að aðmírálsfiðrildi sæjust hér 9. maí. Venjulega komi þau ekki fyrr en í júní, líkt og í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert