Lögreglan í höfuðborginni lætur mikið á sér bera

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun láta mikið á sér bera næstu mánuðina, en ástæðan er aukið umferðareftirlit í umdæminu, að því er fram kemur í frétt á Lögregluvefnum.

Eftirlitið beinist ekki síst að hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Jafnframt mun lögreglan kanna ástand ökumanna, þ.e. hvort þeir séu undir áhrifum áfengis.

Einnig verður fylgst með bílbeltanotkun og ýmsum öðrum öryggisbúnaði, t.d. er varðar eftirvagna.

Lögreglan bendir á að eftirlitið sé aukið með hag allra vegfarenda að leiðarljósi, og vonast eftir góðu samstarfi við ökumenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert