Eldur í dekkjum hjá Hringrás á Akureyri

Jóhann Norðfjörð

Eldur kom upp fyrir nú síðdegis í porti á þar sem Hringrás er til húsa við Krossanes á Akureyri. Að sögn lögreglu kviknaði í dekkjum og rusli sem geymt var í portinu. Talsverður eldur mun vera í dekkjunum og leggur mikinn reyk yfir bæinn. Slökkvilið vinnur nú að því að safna saman því magni vatns sem til þarf til að ráða niðurlögum eldsins, búið er að fjarlægja öll tæki sem talin voru í hættu og talið var að af gæti skapast hætta, en önnur hús og íbúar eru ekki í hættu.

Að sögn slökkviliðs leggur reykinn það hátt að íbúum bæjarins ætti ekki að stafa hætta af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert