Mikið um hraðakstur í sól og vindi

Mikið var um hraðakstur á Vesturlandi í dag samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi. Frá hádegi voru fjórtán ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og ók sá sem hraðast fór á 130 km hraða. Einnig hefur verið töluvert um hraðakstur á Suðurlandi í dag samkvæmt upplýsingum lögreglu þar.

Segir lögregla í Borgarnesi tiltölulega litla umferð hafa verið í umdæminu í dag og að það virðist oft ýta undir hraðakstur. Það sama megi segja um veðurskilyrði enda virðist fólk aka hraðar í sól og hvassvirðri eins og var á Vesturlandi í dag en í sól og logni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert