Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg

Starfsfólki Kambs var sagt upp í gær.
Starfsfólki Kambs var sagt upp í gær. mbl.is/Halldór
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is
„Þetta er auðvitað skelfilegt mál, sem við stöndum mjög ráðþrota frammi fyrir. Störf 120 manna eru í húfi og það er alvaran í málinu. Auðvitað vonumst við til þess að sem mest af þessum aflaheimildum verði til staðar áfram á þessu atvinnusvæði sem Flateyri er á, en það breytir auðvitað ekki því að staða fólksins sem hefur haft afkomu sína af starfsemi Kambs er mjög alvarleg og það þjónar engum tilgangi að reyna draga fjöður yfir það,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið um stöðuna í atvinnumálum á Flateyri, en fyrir liggur að fiskvinnslan Kambur hættir starfsemi síðar í sumar.

Einar bætti við aðspurður að stjórnvöld hlytu að fara yfir það á næstu dögum og vikum með hvaða hætti hægt væri að bregðast við þeim nýju aðstæðum sem þarna væru komnar upp. Inn í stjórnkerfi fiskveiða hefðu verið byggð úrræði eins og byggðakvóti og kerfi línuívilnunar sem sett hefði verið upp og Flateyri hefði notið mjög góðs af í auknum aflaheimildum. Ekkert af því væri þó líklegt til að bæta þann skaða sem gæti orðið á Flateyri.

„Stóra málið núna í þessari stöðu er sú von að sem mest af aflaheimildunum verði eftir á norðanverðum Vestfjörðum til þess að skapa hugsanlega störf fyrir þetta fólk áfram,“ sagði Einar ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka