Brimaldan sogaði konuna á haf út og ógnaði samferðamönnum

Björgunnarsveitarmenn úr Víkverja í Vík á þeim stað í Reynisfjöru ...
Björgunnarsveitarmenn úr Víkverja í Vík á þeim stað í Reynisfjöru þar sem konan fór í sjóinn. mbl.is/Jónas Erlendsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Fimmta Íslandsferð 75 ára gamallar konu frá Bandaríkjunum fékk hörmulegan endi á laugardag þegar hún drukknaði í Reynisfjöru, að fjölskyldu hennar ásjáandi. Konan var að ljúka fimm daga heimsókn sinni til Íslands ásamt systur sinni, dóttur og frænku og voru þær á ferð í 17 manna bandarískum ferðahópi á vegum Kynnisferða þegar förinni var heitið í Reynisfjöru skammt vestan Víkur í Mýrdal. Þar er vinsæll áningarstaður þar sem gefur að líta fallegar bergmyndanir í sjávarklettum og stórkostlegt útsýni til hafs. Varasamt er að fara neðarlega í fjöruborðið vegna brimaldna sem geta komið fyrirvaralaust að landi og sogað fólk út á dýpið sem er gífurlega mikið rétt úti fyrir ströndu.

Þegar ferðahópurinn kom að fjörunni klukkan 15 á laugardag lét sjórinn ekki mikið yfir sér í hægum norðanandvara og virtist ekki þess líklegur að senda banvænar öldur á land eins og raunin varð.

Leiðsögumaðurinn í ferðinni gekk með hópnum ofan í fjöru, eftir að hafa varað fólkið við öldum. „Leiðsögumaðurinn stóð í fjörunni og varnaði fólki för að hellisskúta sem þarna er en heyrði þá hróp og læti. Sá hann þá konuna liggjandi eftir að alda hafði skellt henni í fjöruna, og hvernig aldan sogaði hana út," segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, starfsmannastjóri Kynnisferða „Tveir menn stukku á eftir henni og náðu til lands eftir illan leik án þess að ná til konunnar."

Eftir slysið var strax haft samband við björgunarsveitir og lögreglu ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samferðafólk hinnar látnu varð fyrir miklu áfalli við atburðinn og var fólkið flutt til Reykjavíkur þar sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins og áfallateymi Rauða krossins tóku á móti því. Lík konunnar fannst í sjónum um klukkan 17 og voru það liðsmenn björgunarsveitarinnar Víkverja frá Vík sem náðu henni um borð í gúmbjörgunarbát sinn.

Ferðahópurinn heldur af landi brott í dag og mun sendiráðið annast flutning hinnar látnu til síns heima í Pensylvaníuríki.

Hafa ítrekað fjallað um öryggi

Að sögn Stefáns Helga Valssonar, leiðsögumanns til 19 ára og ritstjóra Fréttabréfs leiðsögumanna, hafa leiðsögumenn og fleiri aðilar ítrekað bent á mikilvægi þess að bæta öryggi við helstu ferðamannastaði landsins en hingað til hefur annað hvort strandað á vilja eða fjármagni til að standa að slíkum framkvæmdum. Þess má geta að Slysavarnafélagið Landsbjörg mun setja upp viðvörunarskilti og bjarghring við Reynisfjöru á næstu vikum. Verður það gert í samráði við heimamenn í Vík.

Stefán Helgi segir ástandið lélegt á allnokkrum ferðamannastöðum á landinu og nefnir varasamar aðstæður við Gullfoss. Þar þarf að bæta girðingu við fossinn og bera sand á göngustíg í hálku. „Og auðvitað mætti vera viðvörunarskilti við Reynisfjöru á fjórum tungumálum," segir hann. „Leiðsögumaður Kynnisferða mun hafa varað fólk við hættunni, en þarna er um varhugaverðan stað að ræða og erfitt að kenna nokkrum um. Ferðamenn verða mjög uppteknir við að skoða sig um í fjörunni og snúa baki í sjóinn. Þá getur alda komið aftan að fólki. Ég hef margsinnis verið með fólk þarna og oft misst fólk undir öldu, án þess þó að það hafi farið á flot. Maður varar fólk alltaf við öldunum en samt blotna alltaf einhverjir.

Stefán segir að ýmsa fjölfarna ferðamannastæði mætti laga, s.s. Geysissvæðið, Dettifoss, Seljalandsfoss, Skógafoss og Dyrhólaey.

Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, bendir á að sjólagið við Reynisfjöru á laugardag hafi verið mjög sérstætt. Sjór hafi verið ládauður en síðan hafi tvær stórar öldur komið á land með fyrrgreindum afleiðingum. Segir hann að enginn hafi átt von á öðru eins og mjög erfitt sé að sjá mynstur í sjólaginu til að átta sig á hegðun sjávarins þarna. „Þetta er breytilegt dag frá degi," segir hann. Einar bendir á að fjaran sé nægilega breið til að fólk geti haldið sig í öruggri fjarlægð frá sjónum og samt notið útsýnis að stuðlaberginu í fjörunni sem hefur einna mest aðdráttarafl gesta. Lögreglan í Vík hefur á liðnum árum séð ástæðu til að vara ferðamenn við öldugangi og einstök dæmi eru þess að menn hafi lent í hættu þegar öldur ná til þeirra.

Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist aðspurður um ábyrgð ferðaskipuleggjanda ekki vita til þess að þeir séu sjálfkrafa ábyrgir fyrir slysum nema meint sök þeirra sé sönnuð fyrir dómi. Meta verði hvert mál.

Á liðnum árum hafa komið upp dæmi þar sem að ferðamenn hafa höfðað skaðabótamál á hendur ferðaskrifstofum eftir hrakfarir, án þess þó að takast að sanna ábyrgð þeirra. Hins vegar féll dómur í Hæstarétti 2004 þar sem fébótaábyrgð var lögð á ferðaskrifstofu vegna gáleysis við að skipuleggja ferðir í Glymsgil án þess að vitneskja um hættur lægju fyrir.

Í hnotskurn

» Ekki eru nema nokkrir dagar síðan björgunarsveitin í Vík fékk beiðni um að setja upp viðvörunarskilti við Reynisfjöru. Verkefnið var rétt komið af stað þegar hið hörmulega slys varð á laugardag.


» Árið 1985 var karlmaður nokkur hætt kominn í Reynisfjöru þegar brimalda hreif hann með sér á haf út. Maðurinn lifði hrakfarirnar af en var kominn 2 km frá ströndu þegar honum var bjargað.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líkir búnaði Engeyjar RE við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Stefna á að tvöfalda starfsemina á Íslandi

08:08 andaríska tæknifyrirtækið NetApp sér gríðarlega möguleika í hugbúnaði Greenqloud og stefnir á að tvöfalda starfsmannafjölda á árinu. Vandasamt gæti þó orðið að ráða svo marga forritara og hugbúnaðarverkfræðinga á svo skömmum tíma. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stiga í dag, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestan golu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »
Stúdíóíbúð í Ártúnsholti
Til leigu 23 m² stúdíóíbúð í Ártúnsholtinu. Íbúðin er herbergi með eldhúskrók og...
BOKIN.IS 13 600 bækur til sölu ÞÚ INNSKÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR BOKIN.IS ÚTVEGUM BÆKUR
ÞÚ INNSKRÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR - snögg og lipur þjonusta og ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...