Brimaldan sogaði konuna á haf út og ógnaði samferðamönnum

Björgunnarsveitarmenn úr Víkverja í Vík á þeim stað í Reynisfjöru ...
Björgunnarsveitarmenn úr Víkverja í Vík á þeim stað í Reynisfjöru þar sem konan fór í sjóinn. mbl.is/Jónas Erlendsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Fimmta Íslandsferð 75 ára gamallar konu frá Bandaríkjunum fékk hörmulegan endi á laugardag þegar hún drukknaði í Reynisfjöru, að fjölskyldu hennar ásjáandi. Konan var að ljúka fimm daga heimsókn sinni til Íslands ásamt systur sinni, dóttur og frænku og voru þær á ferð í 17 manna bandarískum ferðahópi á vegum Kynnisferða þegar förinni var heitið í Reynisfjöru skammt vestan Víkur í Mýrdal. Þar er vinsæll áningarstaður þar sem gefur að líta fallegar bergmyndanir í sjávarklettum og stórkostlegt útsýni til hafs. Varasamt er að fara neðarlega í fjöruborðið vegna brimaldna sem geta komið fyrirvaralaust að landi og sogað fólk út á dýpið sem er gífurlega mikið rétt úti fyrir ströndu.

Þegar ferðahópurinn kom að fjörunni klukkan 15 á laugardag lét sjórinn ekki mikið yfir sér í hægum norðanandvara og virtist ekki þess líklegur að senda banvænar öldur á land eins og raunin varð.

Leiðsögumaðurinn í ferðinni gekk með hópnum ofan í fjöru, eftir að hafa varað fólkið við öldum. „Leiðsögumaðurinn stóð í fjörunni og varnaði fólki för að hellisskúta sem þarna er en heyrði þá hróp og læti. Sá hann þá konuna liggjandi eftir að alda hafði skellt henni í fjöruna, og hvernig aldan sogaði hana út," segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, starfsmannastjóri Kynnisferða „Tveir menn stukku á eftir henni og náðu til lands eftir illan leik án þess að ná til konunnar."

Eftir slysið var strax haft samband við björgunarsveitir og lögreglu ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samferðafólk hinnar látnu varð fyrir miklu áfalli við atburðinn og var fólkið flutt til Reykjavíkur þar sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins og áfallateymi Rauða krossins tóku á móti því. Lík konunnar fannst í sjónum um klukkan 17 og voru það liðsmenn björgunarsveitarinnar Víkverja frá Vík sem náðu henni um borð í gúmbjörgunarbát sinn.

Ferðahópurinn heldur af landi brott í dag og mun sendiráðið annast flutning hinnar látnu til síns heima í Pensylvaníuríki.

Hafa ítrekað fjallað um öryggi

Að sögn Stefáns Helga Valssonar, leiðsögumanns til 19 ára og ritstjóra Fréttabréfs leiðsögumanna, hafa leiðsögumenn og fleiri aðilar ítrekað bent á mikilvægi þess að bæta öryggi við helstu ferðamannastaði landsins en hingað til hefur annað hvort strandað á vilja eða fjármagni til að standa að slíkum framkvæmdum. Þess má geta að Slysavarnafélagið Landsbjörg mun setja upp viðvörunarskilti og bjarghring við Reynisfjöru á næstu vikum. Verður það gert í samráði við heimamenn í Vík.

Stefán Helgi segir ástandið lélegt á allnokkrum ferðamannastöðum á landinu og nefnir varasamar aðstæður við Gullfoss. Þar þarf að bæta girðingu við fossinn og bera sand á göngustíg í hálku. „Og auðvitað mætti vera viðvörunarskilti við Reynisfjöru á fjórum tungumálum," segir hann. „Leiðsögumaður Kynnisferða mun hafa varað fólk við hættunni, en þarna er um varhugaverðan stað að ræða og erfitt að kenna nokkrum um. Ferðamenn verða mjög uppteknir við að skoða sig um í fjörunni og snúa baki í sjóinn. Þá getur alda komið aftan að fólki. Ég hef margsinnis verið með fólk þarna og oft misst fólk undir öldu, án þess þó að það hafi farið á flot. Maður varar fólk alltaf við öldunum en samt blotna alltaf einhverjir.

Stefán segir að ýmsa fjölfarna ferðamannastæði mætti laga, s.s. Geysissvæðið, Dettifoss, Seljalandsfoss, Skógafoss og Dyrhólaey.

Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, bendir á að sjólagið við Reynisfjöru á laugardag hafi verið mjög sérstætt. Sjór hafi verið ládauður en síðan hafi tvær stórar öldur komið á land með fyrrgreindum afleiðingum. Segir hann að enginn hafi átt von á öðru eins og mjög erfitt sé að sjá mynstur í sjólaginu til að átta sig á hegðun sjávarins þarna. „Þetta er breytilegt dag frá degi," segir hann. Einar bendir á að fjaran sé nægilega breið til að fólk geti haldið sig í öruggri fjarlægð frá sjónum og samt notið útsýnis að stuðlaberginu í fjörunni sem hefur einna mest aðdráttarafl gesta. Lögreglan í Vík hefur á liðnum árum séð ástæðu til að vara ferðamenn við öldugangi og einstök dæmi eru þess að menn hafi lent í hættu þegar öldur ná til þeirra.

Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist aðspurður um ábyrgð ferðaskipuleggjanda ekki vita til þess að þeir séu sjálfkrafa ábyrgir fyrir slysum nema meint sök þeirra sé sönnuð fyrir dómi. Meta verði hvert mál.

Á liðnum árum hafa komið upp dæmi þar sem að ferðamenn hafa höfðað skaðabótamál á hendur ferðaskrifstofum eftir hrakfarir, án þess þó að takast að sanna ábyrgð þeirra. Hins vegar féll dómur í Hæstarétti 2004 þar sem fébótaábyrgð var lögð á ferðaskrifstofu vegna gáleysis við að skipuleggja ferðir í Glymsgil án þess að vitneskja um hættur lægju fyrir.

Í hnotskurn

» Ekki eru nema nokkrir dagar síðan björgunarsveitin í Vík fékk beiðni um að setja upp viðvörunarskilti við Reynisfjöru. Verkefnið var rétt komið af stað þegar hið hörmulega slys varð á laugardag.


» Árið 1985 var karlmaður nokkur hætt kominn í Reynisfjöru þegar brimalda hreif hann með sér á haf út. Maðurinn lifði hrakfarirnar af en var kominn 2 km frá ströndu þegar honum var bjargað.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

Í gær, 20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

Í gær, 19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

Í gær, 19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

Í gær, 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

Í gær, 17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

Í gær, 17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

Í gær, 17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

Í gær, 17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

Í gær, 17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

Í gær, 17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Góður GMC Envoy SLT til sölu
Góður bíll til sölu.árgerð 2002 Sjálfskiptur, bensín, 6 cyl lína, 270 hestöfl, ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...