Brimaldan sogaði konuna á haf út og ógnaði samferðamönnum

Björgunnarsveitarmenn úr Víkverja í Vík á þeim stað í Reynisfjöru ...
Björgunnarsveitarmenn úr Víkverja í Vík á þeim stað í Reynisfjöru þar sem konan fór í sjóinn. mbl.is/Jónas Erlendsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Fimmta Íslandsferð 75 ára gamallar konu frá Bandaríkjunum fékk hörmulegan endi á laugardag þegar hún drukknaði í Reynisfjöru, að fjölskyldu hennar ásjáandi. Konan var að ljúka fimm daga heimsókn sinni til Íslands ásamt systur sinni, dóttur og frænku og voru þær á ferð í 17 manna bandarískum ferðahópi á vegum Kynnisferða þegar förinni var heitið í Reynisfjöru skammt vestan Víkur í Mýrdal. Þar er vinsæll áningarstaður þar sem gefur að líta fallegar bergmyndanir í sjávarklettum og stórkostlegt útsýni til hafs. Varasamt er að fara neðarlega í fjöruborðið vegna brimaldna sem geta komið fyrirvaralaust að landi og sogað fólk út á dýpið sem er gífurlega mikið rétt úti fyrir ströndu.

Þegar ferðahópurinn kom að fjörunni klukkan 15 á laugardag lét sjórinn ekki mikið yfir sér í hægum norðanandvara og virtist ekki þess líklegur að senda banvænar öldur á land eins og raunin varð.

Leiðsögumaðurinn í ferðinni gekk með hópnum ofan í fjöru, eftir að hafa varað fólkið við öldum. „Leiðsögumaðurinn stóð í fjörunni og varnaði fólki för að hellisskúta sem þarna er en heyrði þá hróp og læti. Sá hann þá konuna liggjandi eftir að alda hafði skellt henni í fjöruna, og hvernig aldan sogaði hana út," segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, starfsmannastjóri Kynnisferða „Tveir menn stukku á eftir henni og náðu til lands eftir illan leik án þess að ná til konunnar."

Eftir slysið var strax haft samband við björgunarsveitir og lögreglu ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samferðafólk hinnar látnu varð fyrir miklu áfalli við atburðinn og var fólkið flutt til Reykjavíkur þar sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins og áfallateymi Rauða krossins tóku á móti því. Lík konunnar fannst í sjónum um klukkan 17 og voru það liðsmenn björgunarsveitarinnar Víkverja frá Vík sem náðu henni um borð í gúmbjörgunarbát sinn.

Ferðahópurinn heldur af landi brott í dag og mun sendiráðið annast flutning hinnar látnu til síns heima í Pensylvaníuríki.

Hafa ítrekað fjallað um öryggi

Að sögn Stefáns Helga Valssonar, leiðsögumanns til 19 ára og ritstjóra Fréttabréfs leiðsögumanna, hafa leiðsögumenn og fleiri aðilar ítrekað bent á mikilvægi þess að bæta öryggi við helstu ferðamannastaði landsins en hingað til hefur annað hvort strandað á vilja eða fjármagni til að standa að slíkum framkvæmdum. Þess má geta að Slysavarnafélagið Landsbjörg mun setja upp viðvörunarskilti og bjarghring við Reynisfjöru á næstu vikum. Verður það gert í samráði við heimamenn í Vík.

Stefán Helgi segir ástandið lélegt á allnokkrum ferðamannastöðum á landinu og nefnir varasamar aðstæður við Gullfoss. Þar þarf að bæta girðingu við fossinn og bera sand á göngustíg í hálku. „Og auðvitað mætti vera viðvörunarskilti við Reynisfjöru á fjórum tungumálum," segir hann. „Leiðsögumaður Kynnisferða mun hafa varað fólk við hættunni, en þarna er um varhugaverðan stað að ræða og erfitt að kenna nokkrum um. Ferðamenn verða mjög uppteknir við að skoða sig um í fjörunni og snúa baki í sjóinn. Þá getur alda komið aftan að fólki. Ég hef margsinnis verið með fólk þarna og oft misst fólk undir öldu, án þess þó að það hafi farið á flot. Maður varar fólk alltaf við öldunum en samt blotna alltaf einhverjir.

Stefán segir að ýmsa fjölfarna ferðamannastæði mætti laga, s.s. Geysissvæðið, Dettifoss, Seljalandsfoss, Skógafoss og Dyrhólaey.

Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, bendir á að sjólagið við Reynisfjöru á laugardag hafi verið mjög sérstætt. Sjór hafi verið ládauður en síðan hafi tvær stórar öldur komið á land með fyrrgreindum afleiðingum. Segir hann að enginn hafi átt von á öðru eins og mjög erfitt sé að sjá mynstur í sjólaginu til að átta sig á hegðun sjávarins þarna. „Þetta er breytilegt dag frá degi," segir hann. Einar bendir á að fjaran sé nægilega breið til að fólk geti haldið sig í öruggri fjarlægð frá sjónum og samt notið útsýnis að stuðlaberginu í fjörunni sem hefur einna mest aðdráttarafl gesta. Lögreglan í Vík hefur á liðnum árum séð ástæðu til að vara ferðamenn við öldugangi og einstök dæmi eru þess að menn hafi lent í hættu þegar öldur ná til þeirra.

Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist aðspurður um ábyrgð ferðaskipuleggjanda ekki vita til þess að þeir séu sjálfkrafa ábyrgir fyrir slysum nema meint sök þeirra sé sönnuð fyrir dómi. Meta verði hvert mál.

Á liðnum árum hafa komið upp dæmi þar sem að ferðamenn hafa höfðað skaðabótamál á hendur ferðaskrifstofum eftir hrakfarir, án þess þó að takast að sanna ábyrgð þeirra. Hins vegar féll dómur í Hæstarétti 2004 þar sem fébótaábyrgð var lögð á ferðaskrifstofu vegna gáleysis við að skipuleggja ferðir í Glymsgil án þess að vitneskja um hættur lægju fyrir.

Í hnotskurn

» Ekki eru nema nokkrir dagar síðan björgunarsveitin í Vík fékk beiðni um að setja upp viðvörunarskilti við Reynisfjöru. Verkefnið var rétt komið af stað þegar hið hörmulega slys varð á laugardag.


» Árið 1985 var karlmaður nokkur hætt kominn í Reynisfjöru þegar brimalda hreif hann með sér á haf út. Maðurinn lifði hrakfarirnar af en var kominn 2 km frá ströndu þegar honum var bjargað.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...