Nýir ráðherrar taka við lyklum

Valgerður Sverrisdóttir afhendir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir lyklana að utanríkisráðuneytinu.
Valgerður Sverrisdóttir afhendir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir lyklana að utanríkisráðuneytinu. mbl.is/Árni Torfason

Nýir ráðherrar eru þessa stundina að taka við lyklavöldum en ríkisstjórnarskipti urðu á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Meðal annars tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lyklunum að utanríkisráðuneytinu úr hönd Valgerðar Sverrisdóttur.

Valgerður óskaði Ingibjörgu velfarnaðar í starfi en aðspurð sagðist hún ekki hafa nein sérstök ráð handa nýjum utanríkisráðherra. Hún sagði hinsvegar að það væri ljóst að hún muni sakna samstarfsfólksins í ráðuneytinu en söknuður væri þó ekki rétta orðið hvað snúi að ráðherraskiptunum sjálfum.

Ingibjörg kveðst vera full tilhlökkunar að fá að takast á við embættið og aðspurð sagðist hún starfsmenn ráðuneytisins hafa tekið sér vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert