Actavis færði geðsviði LSH styrk að verðmæti ein milljón kr.

Engilbert Sigurðsson, Ólöf Þórhallsdóttir og Eydís Sveinbjarnardóttir.
Engilbert Sigurðsson, Ólöf Þórhallsdóttir og Eydís Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Kristinn

Actavis færði í dag geðsviði Landsspítala - háskólasjúkrahúss styrk að verðmæti ein milljón króna til endurhæfingar sjúklinga með langvinna geðrofssjúkdóma, og var þetta gert af tilefni 100 ára afmælis Kleppsspítala.

Ólöf Þórhallsdóttir, markaðsstjóri hjá Actavis, færði þeim Engilberti Sigurðssyni, sem er starfandi sviðsstjóri lækninga á geðsviði, og Eydísi Sveinbjarnadóttur, sem sviðstjóri hjúkrunar á geðsviði, gjöfina.

„Það hefur tíðkast núna í langan tíma hjá íslenskum fyrirtækjum að styrkja Barnaspítala Hringsins, sem er mjög ánægjulegt og lofsvert. Það hefur tíðkast á allra síðustu árum að styrkja Barna- og unglingageðdeildina með peningagjöfum til að styrkja þeirra ágæta starf. En þetta er eiginlega alveg ný hugsun að íslenskt stórfyrirtæki komi fram af eigin hvötum og leggi fram verulegt fé til þess að búa betur að einstaklingum með langvinna geðrofssjúkdóma eins og geðklofa og geðhvörf,“ sagði Engilbert í samtali við mbl.is og bætti því við að hann fagnaði þessari nýju hugsun ákaflega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka