Teknir á 170 á Hafnarfjarðarvegi - stórhætta skapaðist

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag tvo ökumenn sem voru í spyrnu á Hafnarfjarðarveginum skammt norðan við Olís í Garðabæ um kl. 13:30 í dag. Þeir mældust báðir á um 170 km hraði, en þar hámarkshraði er 80. Að sögn lögreglu skapaðist mikil hætta af akstrinum þar sem aðrar bifreiðar voru nálægt.

Ökumennirnir voru stöðvaðir við Stórás í Garðabæ. Ökumennirnir voru báðir fluttir á svæðisstöðina í Hafnarfirði þar sem þeir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Mennirnir geta átt von á háum fjársektum og nokkurra mánaða sviptingu. Annar ökumaðurinn er um tvítugt en hinn er á þrítugsaldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert