Búin að ganga yfir þriðjung Grænlandsjökuls

Marta Guðmundsdóttir.
Marta Guðmundsdóttir.

Mörtu Guðmundsdóttur farnast vel á göngu sinni yfir Grænlandsjökul og er hún búin með þriðjung leiðarinnar. Marta greindist með brjóstakrabbamein í október 2005 og gengur nú þvert yfir stærsta jökul í heimi til að safna fé í baráttu gegn brjóstakrabbameini og til að vekja konur til umhugsunar um mikilvægi þess að fara reglulega í brjóstaskoðun.

Marta er eini Íslendingurinn í sjö manna hópi sem lagði á Grænlandsjökul fyrir viku en gert er ráð fyrir að leiðangurinn taki um þrjár vikur. Á mánudagskvöldið kom Marta að ratsjárstöðinni Dye 2.

Gönguleiðin er alls um 600 kílómetrar og er farið eftir 66. breiddargráðu, þvert yfir jökulinn, frá vestri til austurs.

Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að á meðan á göngunni stendur verða seld póstkort til styrktar Krabbameinsfélaginu, en þau mun Marta undirrita og póstleggja í Tassilaq þegar hún kemur niður af jöklinum. Hvert kort kostar 1000 krónur og renna tekjurnar óskertar til rannsókna á brjóstakrabbameini. Hægt er að fylgjast með göngunni á netinu.

Vefslóð Mörtu Guðmundsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert