Sautján stiga hiti í Reykjavík

Sautján stiga hiti mældist í Reykjavík klukkan 15 í dag, en Íslendingar njóta um þessar mundir þess að hlýtt loft hefur borist úr austri. Þá er frekar skaplegt veður víðast hvar á landinu, 18 stiga hiti mældist á Blönduósi og 14 stig í Stykkishólmi. Helst ber á því að nokkuð hvassviðri spilli góðviðrinu fyrir landanum, en vindhraði hefur náð allt að 23 metrum á sekúndu í Vestmannaeyjum.

Veðurstofa Íslands tók í dag í notkun nýjan vef þar sem tekið er mið af auknum kröfum um myndræna framsetningu upplýsinga. Áhersla mun hafa verið lögð á að vefurinn sé einfaldur og þjáll í notkun en á honum er þó mikið magn upplýsinga og fróðleiks eftir sem áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert