Frávísunum í Baugsmálinu vísað aftur í hérað

Hús Hæstiréttar.
Hús Hæstiréttar. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur felldi í dag þann dóm að Héraðsdómur Reykjavíkur skuli fjalla efnislega um flesta þeirra tíu ákæruliða Baugsmálsins sem var vísað frá vegna óskýrrar refsiheimildar og galla á ákæru í upphafi síðasta mánaðar.

Um er að ræða ákæruliði á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra, og Jóni Gerald Sullenberger, eiganda Nordica, sem héraðsdómur vísaði frá. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, kærði frávísunina til Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert