Ávallt haldið fram sakleysi

Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði að mesta fregnin í dómnum væri líklega sú að Jón Gerald Sullenberger kæmi aftur fyrir dóm sem ákærður maður.

Hvað varðaði Tryggva Jónsson yrði nú tekist á um hrein og klár réttarfarsatriði, þ.e.a.s. hvort ákæruvaldið teldist hafa nægilega sterk sönnunargögn til að sanna sekt. Hann minnti á að Tryggvi hefði ávallt haldið fram sakleysi sínu og ákæruvaldið hefði ekki getað sýnt fram á annað.

Hugsanlegt er að Jakob leiði eitt vitni fyrir dóminn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert