22 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 22 mánaða fangelsi fyrir að vera með 418 e-töflur í fórum sínum. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra í kjölfar þess að faðir hans var handtekinn vegna gruns um fíkniefnasölu.

Fram kemur í dómnum að við húsleit á heimili foreldra mannsins fundust 12 pakkningar af amfetamíni sem móðir mannsins viðurkenndi að hún ætti og hefði ætlað til nota í sambandi við sérstakt tilefni, þ.e. fimmtugsafmæli. Þá fannst smáræði af maríjúana. Í kjölfarið fór fram leit í herbergi mannsins og þar fundust e-töflurnar.

Maðurinn sagðist fyrst hafa fundið töflurnar úti í móa en sagðist síðar hafa keypt þær af ónafngreindum manni í Reykjavík og ætlað að nota þær í skiptum fyrir hass.

Dómarinn taldi hins vegar allt benda eindregið til þess, að maðurinn hafi verið í föstu viðskiptasambandi við fíkniefnasalann og hafa mátt vera ljóst, að hann hefði fengið þetta magn til sölumeðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert