Ingibjörg Sólrún vill heimsækja Miðausturlönd

Ingibjörg Sólrún hlýðir á þingumræður ásamt Birni Bjarnasyni og Geir …
Ingibjörg Sólrún hlýðir á þingumræður ásamt Birni Bjarnasyni og Geir H. Haarde. mbl.is/ÞÖK

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði í umræðum á Alþingi í dag að mikilvægt væri að íslensk stjórnvöld kæmu á eðlilegum samskiptum við þjóðstjórn Palestínumanna. Hún sagði jafnframt að hún hygðist eiga samstarf við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um það hvernig Íslendingar gætu komið að málefnum svæðisins.

„Ég vil líka að það komi fram hér að ég stefni á að heimsækja svæðið til að athuga hvernig við getum beitt okkur betur þar. Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar fyrir betra ástandi á þessum slóðum og í þágu friðar og mannréttinda á þessu svæði.“

Tilefni umræðnanna var tillaga þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna þjóðstjórn Palestínumanna og taka upp við hana eðlileg samskipti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert