Golf í 714 metra hæð

Golf á Eyjarfjalli
Golf á Eyjarfjalli Bæjarins besta/Halldór Sveinbjörnsson

Golf var leikið á toppi Eyrarfjalls í morgun en fjallið er 714 metrar á hæð. Ekki er vitað að golf hafi verið leikið í svo mikilli hæð á Íslandi áður. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Ekki voru golfararnir svo duglegir að þeir drösluðu kylfum sínum upp á topp sjálfir, heldur var þetta liður í kynningarfundi um kláf á Eyrarfjalli og var þyrla fararskjóti golfarana.

Markmiðið var að ná að slá golfkúlu yfir Bakkaskemmu sem er gil sem liggur fyrir ofan Bakkahvilft sé horft til Hnífsdals, og við enda Gleiðarhjalla séð frá Skutulsfirði.

Það var Gunnlaugur Jónasson, nýkrýndur Vestfjarðameistari í golfi, sem sló fyrsta höggið og fengu svo menn að spreyta sig koll af kolli. Ekki fékkst uppgefið hvort golfvöllur á Eyrarfjalli sé inni í myndinni hjá athafnamönnunum sem ætla að reisa kláf í fjallinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert