Tekjur sjötugra og eldri skerða ekki almannatryggingar

Frá húsnæði Tryggingastofnunar.
Frá húsnæði Tryggingastofnunar. mbl.is/Árni Torfason

Frumvarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem felur í sér að tekjur sjötugra og eldri skerða ekki greiðslur almannatrygginga, tekur gildi 1. júlí.

Frumvarp ráðherra var samþykkt sem lög frá Alþingi á síðasta degi sumarþingsins, 33 greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, og 18 greiddu ekki atkvæði.

Markmiðið með frumvarpinu var að draga úr vægi viðmiðunartekna gagnvart greiðslum lífeyristrygginga, að því er segir í tilkynningu.

Þetta þýðir að frá 1. júlí þegar lögin taka gildi munu atvinnutekjur ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri ekki skerða lífeyri frá TR, ekki tekjutryggingu, vasapeninga, vistunarframlag og tekjurnar munu ekki hafa áhrif á greiðsluþátttöku á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

„Rétt er að ítreka að atvinnutekjur maka 70 ára eða eldri skerða hvorki eigin bætur, eins og hér er greint frá, né bætur maka sem orðinn er 70 ára. Áætlað er að árlegur kostnaður við frumvarpið verði á bilinu 560–700 milljónir króna," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert