Þórsmörk og Goðaland eru þjóðlendur

Frá Þórsmörk.
Frá Þórsmörk. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest þá niðurstöðu Óbyggðanefndar og Héraðsdóms Suðurlands, að Þórsmörk og landsvæðið Goðaland séu þjóðlendur. Landeigendur, Rangárþing eystra og Prestsetrasjóður ráku málið gegn ríkinu og kröfðust þess að úrskurður Óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi varðandi þessi landssvæði en Hæstiréttur hafnaði því.

Hæstiréttur dæmdi í dag í fleiri málum sem spruttu af úrskurðum Óbyggðanefndar um Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra. Í öllum málunum var ríkið sýknað af kröfum landeigenda og sveitarfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert