Hornsteinn lagður að Háskólatorgi

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands leggur hornsteininn í Háskólatorgi.
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands leggur hornsteininn í Háskólatorgi. mbl.is/Kristinn

Hornsteinn að Háskólatorgi Háskóla Íslands var lagður við athöfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sá dagur er einnig stofndagur Háskóla Íslands og fagnaði hann 96 ára afmæli.

Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur við lagningu hornsteinsins kom fram að Háskólatorg muni gjörbreyta möguleikum Háskóla Íslands til að veita stúdentum sínum góða þjónustu og styðja þá í gegnum nám og starf við Háskóla Íslands.

Í hólki hornsteinsins, sem er úr ryðfríu stáli er merki Háskóla Íslands, teikningar af byggingunum bæði prentaðar og á minnislykli, ásamt sögu Háskólatorgs frá því að hugmyndin kom fyrst fram og allt til lagningar hornsteinsins, að því er segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert