Utanríkisráðherra á fundi með sendiherrum um orkumál

Frá fundi sendherra um helgina
Frá fundi sendherra um helgina

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði fund sendiherra erlendra ríkja á Íslandi, sem haldinn var í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 um helgina. Um 80 manns, bæði sendiherrar búsettir hér á landi og sendiherrar með aðsetur erlendis, sátu fundinn þar sem gerð var grein fyrir stöðu orkumála hérlendis og möguleikum til útrásar á því sviði.

Lagði áherslu á vistvæna orkuframleiðslu

Utanríkisráðherra lagði áherslu á vistvæna orkuframleiðslu Íslendinga og þann mikla auð sem falinn er í reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði jarðhitanýtingar. Þorkell Helgason, orkumálastjóri kynnti sendiherrunum orkustefnu Íslands og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur greindi frá helstu verkefnum fyrirtækisins, bæði hérlendis og erlendis, að því er segir í fréttatilkynningu.

Þá var fjallað um jarðvarmaverkefni í Evrópu, Ameríku og Asíu, um vetni og framtíðarmöguleika á því sviði, fjárfestingu í jarðvarma í heiminum og fleiri þætti sem unnið er að nú um stundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert