Á fjórða hundrað manns gekk á Esju í gærkvöldi

Gengið á Esju í gærkvöldi.
Gengið á Esju í gærkvöldi.

Á milli 3-400 manns tóku þátt í Jónsmessugöngu Ferðafélags Íslands og SPRON á Þverfellshorn Esjunnar í gærkvöldi. Gönguferðin hófst kl 21 og voru flestir komnir á toppinn um kl 23. Að sögn Ferðafélagsins tóku fjölmargir því þó rólega og undu sér vel í náttúrufegurðinni í hlíðum Esju á Jónsmessunótt. Enginn sást þó baða sig í dögginni.

Á toppi Þverfellshorns var bálhvasst og því ekki unnt að kveikja í brennunni eins og til stóð. Menn tóku þó lagið rétt fyrir néðan toppinn og einnig mátti hlýða á fjörugan harmonikkuleik á leiðinni niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert