Sex ára dreng bjargað frá drukknun í Sundlaug Akureyrar

Frá Sundlaug Akureyrar.
Frá Sundlaug Akureyrar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sex ára drengur var nærri drukknaður í sundlauginni á Akureyri um sexleytið í kvöld, en sundlaugargestir fundu hann meðvitundarlausan á botni laugarinnar. Tveir starfsmenn slökkviliðs bæjarins og sjúkraliði voru í lauginni og segir lögregla að hárrétt viðbrögð og góð þjálfun hafi stuðlað að því að vel fór. Lífgunartilraunir báru árangur og var drengurinn með meðvitund og sýndi rétt viðbrögð þegar farið var með hann á slysadeild.

Drengurinn var í fylgd með foreldrum og undir góðu eftirliti að sögn lögreglu, sem bendir á að slys af þessu tagi geti gerst á örskotsstund og að ung börn geti drukknað í mjög grunnu vatni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert