Sagði kynlífið skyldu

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Þorkell
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur

elva@mbl.is

„Hann sagði mér að á Íslandi væri litið svo á að væri kona í sambandi gæti hún aldrei neitað að stunda kynlíf með maka sínum, það væri hluti af því að vera í sambandi. Ég sagði honum að ég væri ekki sammála, ég teldi að hann hefði nauðgað mér, en hann neitaði því og sagði mig ekki þekkja hvernig málin gengju fyrir sig hérna." Þetta segir kona sem beitt var grófu ofbeldi af hálfu manns sem hún átti um tíma í sambandi við og var að auki vinnuveitandi hennar.

Konan, sem er erlend, fluttist til Íslands árið 2004 í því skyni að vinna hér á landi. Maðurinn var í október árið 2006 dæmdur í fimm ára fangelsi í héraðsdómi fyrir ofbeldisbrot gagnvart konunni og annarri konu. Maðurinn var sakfelldur fyrir líkamsárásir, húsbrot, frelsissviptingu og kynferðisbrot. Dóminum var áfrýjað en meðan dóms Hæstaréttar var beðið misþyrmdi maðurinn þriðju konunni og fékk í júní fimm ára dóm í héraði vegna þess máls.

Gagnrýnir lögreglu og dómskerfið

Konan, sem sagði Morgunblaðinu sögu sína, er gagnrýnin á lögregluna og dómskerfið. "Ef lögreglan hefði tekið kæru mína alvarlega fyrst þegar ég leitaði til hennar tel ég að fórnarlömbin hefðu ekki orðið fleiri," segir konan. Hún telur fimm ára dóm fyrir brot mannsins í máli hennar vera of vægan.

Ítarlega er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert