Hjallastefnan yfirtekur rekstur Laufásborgar

Þjónustusamningur um yfirtöku Hjallastefnunnar ehf. á rekstri leikskólans Laufásborgar var undirritaður í skólanum í dag. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri Leikskólasviðs og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Sverrisdóttir stjórnarformaður Hjallastefnunnar ehf. undirrituðu samninginn. Hann felur í sér að Hjallastefnan ehf. tekur við rekstri Laufásborgar þann 1. september nk.

Laufásborg er einn elsti leikskóli borgarinnar en leikskólastarfsemi hófst þar á árinu 1952. Barnavinafélagið Sumargjöf hóf þar rekstur 1952, en árið 1978 yfirtók Reykjavíkurborg yfir allan leikskólarekstur Sumargjafar, þar með talið Laufásborg. Frá árinu 2000 hefur verið unnið í anda hugmyndafræði Hjallastefnunnar í Laufásborg.

Eftir yfirtöku Hjallastefnunnar á Laufásborg eru 16 sjálfstætt starfandi leikskólar í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert