Þrír fangelsaðir í Brasilíu

Utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Íslendingur hafi verið handtekinn í Brasilíu vegna fíkniefnamáls, en Pétur Ásgeirsson skrifstofustjóri tjáir sig ekki frekar. Þetta er þriðji Íslendingurinn sem handtekinn er þar vegna fíkniefnamáls. Sl. sumar var Íslendingur tekinn þar með 2 kg af kókaíni og hafði ráðuneytið milligöngu um að manninum yrði útvegaður lögmaður í ágúst 2006. Á sama tíma sat annar Íslendingur í fangelsi í Brasilíu eftir að hafa reynt að smygla rúmum 12 kg af hassi og 4 e-töflum inn í landið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert