Líkamsárásir og umferðaróhöpp í höfuðborginni

Lögregla höfuðborgarsvæðisins stóð í ströngu í gær.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins stóð í ströngu í gær. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Mikill erill var hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Upp komu sex minniháttar fíkniefnamál og þrjátíu og tvö umferðaróhöpp voru skráð, flest minniháttar en eitt alvarlegt umferðaslys varð er ökumaður mótorhjóls ók aftan á kyrrstæðan bíl í Jóruseli. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Einnig þurfti lögreglan að hafa afskipti af fyrrum sambýlismanni sem braust inn til konu í Breiðholti og gekk í skrokk á henni.

Maðurinn var handtekinn á staðnum og farið var með konuna á slysadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss en áverkar hennar reyndust ekki vera alvarlegir.

Einnig var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í miðbænum í gærkvöldi en að sögn lögreglunnar voru þær allar minniháttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert