Erill vegna ölvunar

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Akranesi og í Borgarnesi í nótt. Einkum þurfti lögreglan að sinna ýmsum málum vegna ölvunar og óláta, þótt ekki hafi verið um alvarleg mál að ræða, eða líkamsárásarmál.

Í Borgarnesi tók lögreglan 6-8 ökumenn fyrir of hraðan akstur og einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Auk þess voru ólæti vegna ölvunar í bænum sem lögreglan þurfti að sinna.

Á föstudag fann lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirgefinn bíl á bensínstöð í borginni sem komið hafði við sögu í mótorhjólaslysi fyrr um daginn. Hafði bílnum verið ekið aftan á annan bíl á Höfðabakka með þeim afleiðingum að bíllinn sem ekið var á kastaðist á mótorhjólamann sem féll af hjólinu og var fluttur á slysadeild. Bílnum sem olli árekstrinum var ekið á brott og var hann skilinn mannlaus eftir á bensínstöðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert