Hægt hefur verið á fyllingu Hálslóns

Opnað fyrir botnlokur Hálslóns.
Opnað fyrir botnlokur Hálslóns. mbl.is/Gunnar Gunnarsson

Opnað var fyrir botnrás undir Kárahnjúkavirkjun í dag til að hægja á fyllingu Hálslóns síðustu 25 metrana áður en lónið fer síðan að flæða um yfirfallsrás. Botnrásin var hönnuð með það fyrir augum að hægja á fyllingu lónsins í fyrstu fyllingunni og var hún opnuð í áföngum í dag og stendur nú alveg opin og um hana flæða um 300 rúmmetrar á sekúndu sem er að sögn eðlilegt sumarrennsli í ánni og því mun lónið ekki hækka næstu fjóra dagana á meðan opnað verður fyrir botnrásina.

Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að botnrásin yrði opin næstu fjóra daga samkvæmt ráðleggingum hönnuða stíflunnar og að þetta yrði endurtekið síðar í sumar til að yfirborð lónsins myndi ekki ná yfirfallsrennu stíflunnar fyrr en í sumarlok.

Síðan verður botnrásin nánast aldrei notuð en yfirfallið notað.

Enn er verið að vinna að því að klára gerð yfirfallsins en reiknað er með að þeirri vinnu verði lokið í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka