Hætt við hjónavígslur 07.07.07

Prestar víðsvegar um landið segja mikið um afpantanir á hjónavígslum næsta laugardag, hinn 07.07.07, en dagurinn hefur verið kallaður „brúðkaupsdagurinn mikli" og talið er að flest brúðkaup ársins verði þá.

Í Dómkirkjunni í Reykjavík verður dagurinn ekkert stærri en margir aðrir að sögn Ástbjarnar Egilssonar kirkjuhaldara. Hann segir átta brúðkaup hafa verið á dagskrá en aðeins þrjú eða fjögur séu eftir, en bæði í Grafarvogs- og Kópavogskirkju helmingaðist fjöldi giftinga vegna afpantana.

Í Akureyrarkirkju verða sex brúðkaup og segir sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir það meira en vanalega en síðasta giftingin sé klukkan sjö, sem sé ansi seint en þó gaman að bæta því við rununa, 07.07.07 klukkan 7. Í Glerárkirkju var hins vegar hætt við tvær giftingar sem voru bókaðar og engin gifting er heldur í Dalvíkursókn.

Háteigskirkja er fullbókuð frá hádegi og fram á kvöld en biðröð myndaðist þegar byrjað var að bóka daginn. Í Vestmannaeyjum verða sex brúðkaup en Kristján Björnsson sóknarprestur segir fólk í sjöunda himni yfir deginum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert